Fréttir

Blár dagur föstudaginn 6. apríl

Föstudaginn 6. apríl eru allir hvattir til að klæðast bláu en það liður í vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL. Það er styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur að átakinu en markmið þess er m.a. að stuðla að aukinni fræðslu og skilningi á einhverfu. Nánar
Lesa meira

Skólahreysti 2018

Á morgun er keppt í norðurlandsriðli Skólahreystis og eigum við í Síðuskóla titil að verja þar sem við erum ríkjandi Skólahreystimeistarar. Liðið okkar í ár skipa þau Ratipong Sudee, Aron Sveinn Davíðsson, Andrea Ýr Reynisdóttir, Elín Matthildur Jónsdóttir, Sóley Dögg Ágústsdóttir og Elvar Máni Ólafsson. Þau voru við æfingar í morgun og þá var þessi mynd tekin. Áfram Síðuskóli! Hér má sjá myndir frá keppninni í Íþróttahöllinni.
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi nemenda hefst að loknum skóla föstudaginn 23. mars. Þriðjudaginn 3. apríl er skipulagsdagur í Síðuskóla en fyrsti skóladagur nemenda eftir frí er miðvikudagurinn 4. apríl. Við vekjum athygli á því að þann dag klukkan 13:00 er keppni í Norðurlandsriðli í Skólahreysti. Við bjóðum nemendum í 7. - 10. bekk að fara í Íþróttahöllina og hvetja okkar lið. Þeir sem fara þangað enda skóladaginn þar að keppni lokinni.
Lesa meira

Verkefni um lýðræði í 5. og 6. bekk

Nýverið sá kennaranemi frá Háskólanum á Akureyri um kennslu í 6. bekk og útbjó verkefni um stjórnmál. Hann byrjaði að kynna ýmis hugtök tengd stjórnmálum og kosningum en helst sveitastjórnarkosningum þar sem þær eru framundan. Bekknum var skipt upp í sex hópa sem áttu að gera veggspjald með nafni flokks, merki og helstu stefnumálum. Þegar flokkarnir voru tilbúnir fóru þeir inn í 5. bekk og héldu framboðsræðu og veggspjöldin hengd þar upp. Kennarar og nemendur í 5. bekk aðstoðuðu okkur með því að ræða stefnumál flokkana og hvernig lýðræði virkar. Eftir viku umræður var gerður kjörklefi og nemendur 5. bekkjar gengu til kosninga með skipaðan kosningastjóra sem sá um að allt færi fram með réttum hætti. Malli deildarstjóri sá um að telja atkvæðin úr kjörkassanum. Skemmtilegt verkefni um lýðræði sem nemendur lærðu mikið af. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Heimsókn úr leikskóla

Samstarf Síðuskóla við leikskólana í hverfinu hefur alltaf verið skemmtilegt og fjölbreytt. Hluti af því samstarfi er að á hverju ári koma nemendur úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn í skólann. Þetta skólaárið var engin undantekning á því. Við erum búin að taka á móti þremur hópum af Hulduheimum/Seli og Krógabóli. Nemendur hafa gengið hring í skólanum í fylgd deildarstjóra og endað svo heimsóknina á því að fara í kennslutund hjá 1. bekk sem ávallt hefur vakið mikla lukku. Í gær tókum við á móti síðasta hópnum og þá voru þessar myndir teknar, sem sjá má hér, en þá föndruðu 1. bekkingar páskaegg með gestunum af Krógabóli.
Lesa meira

Heimkoma 7. bekkjar

Nemendur og kennarar 7. bekkjar lögðu af stað frá skólabúðunum Reykjaskóla klukkan 11:45 í dag. Reikna má með heimkomu rétt um klukkan 14:30 í dag.
Lesa meira

7. bekkur á Reykjum

7. bekkur í Síðuskóla er staddur í skólabúðunum að Reykjum þessa viku. Með Síðuskóla eru tæplega 60 börn frá Hólabrekkuskóla og eru krakkarnir saman í allskonar hópavinnu. Það er unnið m.a. með náttúrufræði, sögu og fjármál. Allir fara á byggðasafnið, skoða umhverfið og fara í íþróttir og sund. Á kvöldin eru kvöldvökur sem krakkarnir stjórna sjálfir og oft mikið fjör. Myndir frá ferðinni má finna hér og bætast myndir við á hverjum degi. Fimmtudagur: Í dag fór fram hópmyndataka og hárgreiðslukeppni. Myndir frá henni sjást hér. Föstudagur: Nokkrar myndir frá lokadeginum, kveðjustund o.fl.
Lesa meira

Fótboltamót mið- og unglingastigs

Að undanförnu hafa verið haldin fótboltamót á unglingatigi og á miðstigi. Keppt er á milli bekkja með innanhúsfótboltafyrirkomulagi. Keppnirnar hafa reynst hin besta skemmtun fyrir krakkana og hart barist en heiðarlega. Sigurvegarar á unglingastigi voru stelpurnar í 10. ÞÓ og strákarnir í sama bekk báru sigur úr býtum í piltaflokknum. Á miðstigi þurfti 6. bekkur að senda eitt lið vegna fámennis og stóð það uppi sem sigurvegari. Í fimmta bekk var það sama uppi á teningnum hjá stelpunum, eitt lið frá þeim en sigurvegarar þar urðu 7.JS. Hér má sjá myndir sem teknar voru í einum leiknum og á verðlaunaafhendingunni.
Lesa meira

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri fór fram í gær. Fulltrúar Síðuskóla í keppninni, þær Elísabet Eik Jóhannsdóttir og Rakel Alda Steinsdóttir, stóðu sig með stakri prýði og má skólinn vera stoltur af þeirra flutningi og frammistöðu. Varamaður þeirra var Þorgerður Katrín Jónsdóttir. Á þessari hátíð er hefð fyrir að nemendur 7. bekkjar flytji tónlistaratriði og að þessu sinni spilaði Aldís Þóra Haraldstóttir á flautu og Byndís Anna Magnúsdóttir á píanó. Fleiri myndir
Lesa meira

Samvera á sal - 100 miða hátíð o.fl.

Í morgun söfnuðust nemendur skólans á sal þar sem tíu nemendur sem dregnir höfðu verið út í 100 miða leik skólans, voru tilkynntir. 100 miða leikurinn er árviss viðburður í skólastarfinu sem hluti af SMT skólafærninni. Þeir nemendur sem dregnir voru út fóru svo með stjórnendum í kynningarferð á N4 þar sem starfsemi þess fyrirtækis var kynnt fyrir þeim, og þegar í skólann var komið aftur fengu nemendurnir pizzu og ís. Formanni nemendafélagsins, Halldóri Birgi Eydal, var afhent viðurkenning fyrir Lífshlaupið en nemendur Síðuskóla urðu í þriðja sæti. Það voru þeir Viðar og Ingi Þór frá ÍSÍ sem afhentu viðurkenninguna. Einnig var tilkynnt við þetta tilefni að nemandi í úr 4. bekk, Sveinar Birnir Sigurðsson, átti verðlaunamynd í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar í ár. Alls fengu 10 myndir viðurkenningu, en yfir 1400 myndir bárust í keppnina, en gaman er að segja frá því að í fyrra fékk nemandi Síðuskóla einnig viðurkenningu í þessari sömu keppni. Myndir frá þessari skemmtilegu samveru má sjá hér, en myndin sem fylgir fréttinni er af þeim nemendum sem dregnir voru út í 100 miða leiknum.
Lesa meira