Fréttir

Flokkunarkeppni

Sú hefð hefur skapast í Síðuskóla að hafa flokkunarkeppni á milli árganga. Nýlega var haldin flokkunarkeppni á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Sigurvegarar voru 3. bekkur, 6. bekkur og 10. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.
Lesa meira

Lestrarhátíð

Í október og nóvember var lestrarátak í skólanum. Nemendur á yngsta stigi lásu alls 1392 bækur - glæsilegur árangur hjá þeim. Lestrarhátíð var haldin sl. föstudag fyrir eldri nemendur sem luku þriggja bóka áskorun. Við megum eiga von á fleiri lestrarhvetjandi verkefnum á nýju ári. Myndir frá viðburðinum má skoða með því að smella á fyrirsögnina.
Lesa meira

Stóra og litla upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal Síðuskóla þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Hefð er fyrir því að formleg setning sé á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en hann bar nú upp á laugardegi.
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla - myndir

Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá myndir frá árshátíð skólans

Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 2019

Árshátíð Síðuskóla verður haldinn fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. nóvember nk. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má nálgast hlekk til að sjá dagskrá árshátíðardaganna.
Lesa meira

Upplestur Ævars vísindamanns

Í dag kom Ævar vísindamaður í heimsókn og las upp úr bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Nemendur úr 3. - 7. bekk hlustuðu á Ævar að þessu sinni og var ljóst að mikil spenna var fyrir heimsókninni. Svona heimsóknir lífga alltaf upp á starfið og hvetja nemendur til dáða í lestrinum.
Lesa meira

Jól í skókassa

Nemendur í 7. bekk tóku í sjöunda skipti þátt í verkefninu Jól í skókassa. Að þessu sinni fóru tæplega 20 kassar frá okkur. Nemendur pökkuðu inn tómum skókössum og söfnuðu dóti í þá handa börnum í Úkraníu. Í hverjum kassa þarf að vera tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót og nammi.
Lesa meira

Friðbergur forseti

Við fengum góðan gest í dag, en til okkar kom Árni Árnason sem var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Friðbergur forseti og er ætluð 8-12 ára krökkum. Hann las úr bókinni fyrir nemendur í 4.-6. bekk og ræddi við krakkana um mikilvægi lesturs og efni bókarinnar.
Lesa meira

4. bekkur í leikhúsferð

Nemendum í 4. bekk var boðið í leikhús á sýninguna Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist með norðlenska leikhópnum Umskiptingum. Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild og tónlistin frá Vandræðaskáldunum. Krakkarnir voru mjög ánægðir með sýninguna sem var mikil upplifun og vakti ýmsar tilfinningar. Sýningin var falleg, fyndin, svolítið sorgleg og nokkuð ógnvekjandi á köflum, enda efniviðurinn úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Börnin stóðu sig með prýði og sýndu af sér góða hegðun. Þegar komið var í skólann eftir sýninguna var rætt um upplifunina og sýninguna sjálfa.
Lesa meira