Fréttir

Úrslit í 100 miða leiknum

Nemendur skólans söfnuðust saman á sal í morgun. Tilefnið var að tilkynna úrslitin í 100 miða leik skólans, sem er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru fyrst heim til Ólafar skólastjóra þar sem þeir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum. Í framhaldinu af því var farið í Flugsafnið á Akureyrarflugvelli þar sem Gestur Einar Jónasson tók á móti hópnum og sýndi safnið. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá samverunni og einnig ferð þeira sem voru dregnir út.
Lesa meira

3. og 4. bekkur vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í síðustu viku unnu 3. og 4. bekkur saman að verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til þess var notuð bókin Rúnar góði. Bókin var lesin í heimakrókum og síðan fóru krakkarnir á mill 6 stöðva og unnu ýmis verkefni. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá þessu skemmtilega verkefni.
Lesa meira

Furðufatavika

Í næstu viku verður furðufatavika hjá okkur í skólanum. Mismunandi þema verður alla dagana. Með því að smella á fyrirstögn fréttarinnar má sjá hvaða þema verður hvaða dag.
Lesa meira

Söngsalur

Í morgun var söngsalur hjá okkur í Síðuskóla. 1. og 9. bekkur völdu lögin og tóku nemendur vel undir við undirleik Ivan Mendez. Með því smella á fyrirsögnina má finna hlekk þar sem hægt er að skoða myndir.
Lesa meira

Skákdagsmótið 2019

Í vetur hefur verið í boði skákkennsla fyrir nemendur í 3. og 4. bekk Síðuskóla. Nú gefst þessum nemendum og öðrum börnum sem hafa áhuga kostur á að taka þátt í stóru barnaskákmóti sem verður haldið í Brekkuskóla á skákdaginn 26. janúar kl. 10-12. Vandað verður til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar. Skráning á staðnum frá kl. 9.30.
Lesa meira

20.000 miða hátíð

Í gær var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnað þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Undafarin ár höfum við haft ýmislegt á dagská, zumba dans, pizzuveislu, tónlistarskemmtun og fleira. Í ár kom Einar Mikael töframaður til okkar og var með töfrasýningu og voru nemendur hæstánægð með sýninguna. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira

Óveður í kortunum

Þar sem spáð er töluverðum vindhraða í nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, aðstandendum, samstarfsmönnum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á árinu. Við hlökkum til áframhaldandi samvinnu á komandi ári. Með kveðju, starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira