Fréttir

Skólaár hefst að nýju

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum samstarfið á nýliðnu ári. Á morgun, 5. janúar, munum við hefja skólastarf að nýju. Nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá og ganga inn um sína hefðbundnu innganga. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfs barst foreldrum í pósti í dag frá skólastjóra.

Lesa meira

Litlu jólin 2020

Litlu jólin voru með öðru sniði hjá okkur þetta árið, hver árgangur hélt litlu jólin í sínum heimastofum. Dagskrá var á sviðinu sem varpað var rafrænt út í stofurnar. Ólöf skólastjóri með stutt ávarp, nemendur spiluðu nokkur jólalög og jólaleikrit 6. bekkjar var sýnt. 

Hér má sjá myndir.

Lesa meira

Jólafjör í unglingadeild

Það var sannkallað jólafjör á unglingastigi í dag. Boðið var upp á kakó og smákökur og horft á jólamynd. Einnig var boðið upp á jólamyndatöku fyrir þá sem það vildu. Dagurinn endaði svo á pítsuveislu í íþróttasalnum.

Hér má sjá myndir úr jólamyndatökunni.

Hér eru fleiri myndir.

 

Lesa meira

Jólagjöf frá skólanum

Skólinn keypti 100 handsápur hjá UNICEF. Þær nýtast við að draga úr smiti og útbreiðslu sjúkdóma. Við hér í Síðuskóla vonum að þessi gjöf komi sér vel.

Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í vikunni fór fram setning á Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk og Litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk. Við gátum ekki beðið lengur eftir því að geta gert það eins og við vildum. Það var virkilega gaman að heyra hvað krakkarnir voru áhugasamir um lestur.
Hér má sjá myndir. 

 

Lesa meira

Jólamyndataka í 5. bekk

Það var jólapeysudagur í 5. bekk í dag. Krakkarnir skelltu sér í jólamyndatöku af því tilefni, hér má sjá skemmtilegar myndir

Lesa meira

Skrautlegar hurðir

Nemendur og starfsfólk á B- gangi efndu til samkeppni í að skreyta hurðir á ganginum. Eins og sjá má á myndunum eru skreytingarnar skemmtilegar og lífga heldur betur upp á. 
 
Lesa meira

Fréttabréf desembermánaðar komið út

Heil og sæl
Fréttabréf desembermánaðar er komið út.
Bestu kveðjur úr Síðuskóla
Lesa meira