Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal Síðuskóla þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Hefð er fyrir því að formleg setning sé á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en hann bar nú upp á laugardegi.
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal Síðuskóla þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Hefð er fyrir því að formleg setning sé á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en hann bar nú upp á laugardegi. Keppnin snýst um að æfa vandaðan upplestur, framburð og framkomu. Árgangarnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og Steinar Logi Stefánsson, fyrrum nemandi skólans, flutti ljóð og ræddi um þátttöku sína í Stóru upplestrarkeppninni.
Hér má sjá myndir frá þessum hátíðlega viðburði.