Markaðsdagur í Síðuskóla laugardaginn 27. nóvember

10. bekkingar hyggjast hafa markaðsdag í skólanum laugardaginn 27. nóvember n.k. og mun allur ágóði hans renna í fjáröflunarsjóð bekkjanna fyrir útskriftar-ferð þeirra vorið 2011. Hugmyndin er sú að hafa þetta eingöngu endurnýtanlegan efnivið í anda þeirrar umhverfisstefnu sem ríkjandi er í Síðuskóla. Leitum við nú til ykkar með efnivið á markaðinn og nú er akkúrat tíminn til að skoða í skápa, geymslur og háaloftið eftir varningi sem hentar á markað sem þennan.  Tekið er við eftirtöldu á markaðinn: Fatnaði af öllum gerðum og stærðum. Skóm og töskum af öllum gerðum og stærðum. Skartgripum, úrum og öðru skrautlegu. Bókum, DVD diskum og geisladiskum. Vinsamlegast afhendið fatnað flokkaðan; Stúlku-, drengja-, unglinga-, konu- og karlaföt. Tekið verður á móti varningi, miðviku-, og fimmtudag 24.-25. nóvember frá kl. 17-19. Með fyrirfram þökk til allra sem geta lagt okkur lið,  nemendur og foreldrar 10 bekkja 2010-2011 Ath: Ef það verður eitthvað eftir af varningi í lok markaðsdags mun það renna óskipt til Mæðrastyrktsnefndar á Akureyri.

10. bekkingar hyggjast hafa markaðsdag í skólanum laugardaginn 27. nóvember n.k. og mun allur ágóði hans renna í fjáröflunarsjóð bekkjanna fyrir útskriftar-ferð þeirra vorið 2011. Hugmyndin er sú að hafa þetta eingöngu endurnýtanlegan efnivið í anda þeirrar umhverfisstefnu sem ríkjandi er í Síðuskóla. Leitum við nú til ykkar með efnivið á markaðinn og nú er akkúrat tíminn til að skoða í skápa, geymslur og háaloftið eftir varningi sem hentar á markað sem þennan. 


Tekið er við eftirtöldu á markaðinn:

Fatnaði af öllum gerðum og stærðum.

Skóm og töskum af öllum gerðum og stærðum.

Skartgripum, úrum og öðru skrautlegu.

Bókum, DVD diskum og geisladiskum.


Vinsamlegast afhendið fatnað flokkaðan; Stúlku-, drengja-, unglinga-, konu- og karlaföt.

Tekið verður á móti varningi, miðviku-, og fimmtudag 24.-25. nóvember frá kl. 17-19.


Með fyrirfram þökk til allra sem geta lagt okkur lið, 

nemendur og foreldrar 10 bekkja 2010-2011


Ath: Ef það verður eitthvað eftir af varningi í lok markaðsdags mun það renna óskipt til Mæðrastyrktsnefndar á Akureyri.