Verðlaun fyrir Húna getraun

Nemendur í 6. bekk fóru fyrir skömmu í siglingu með Húna. Eftir ferðina tóku nemendur þátt í getraun þar sem þau svöruðu nokkrum spurningum um það sem þau höfðu lært í ferðinni. Dregið var úr réttum svörum og var það Atli Rúnar Heiðarsson sem varð fyrir valinu. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en hann vann matreiðslunámskeið fyrir allan bekkinn á Friðrik V. Við óskum Atla og bekkjarfélögum hans til hamingju.

Nemendur í 6. bekk fóru fyrir skömmu í siglingu með Húna. Eftir ferðina tóku nemendur þátt í getraun þar sem þau svöruðu nokkrum spurningum um það sem þau höfðu lært í ferðinni.
Dregið var úr réttum svörum og var það Atli Rúnar Heiðarsson sem varð fyrir valinu.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum en hann vann matreiðslunámskeið fyrir allan bekkinn á Friðrik V.

Við óskum Atla og bekkjarfélögum hans til hamingju.