Valgreinin útivist

Valgreinin útivist, hreyfing og skyndihjálp er að hefja sinn þriðja starfsvetur. Í vetur eru 22 nemendur sem koma úr öllum grunnskólum Akureyrar.  Aðalmarkmið valgreinarinnar er að stunda útivist s.s. fjallgöngur, hjólaferðir, skíði og fl.  og einnig að læra skyndihjálp. Fyrsta gönguferðin var farin 8. september og var gengið upp í Fálkafell sem er gamall skátaskáli fyrir ofan bæinn. Þaðan var gengið yfir í Gamla sem er skáli fyrir dróttskáta á Akureyri. Síðan gengum við í gegnum Naustaborgir og heim. Fengum mjög gott veður og mikið var um berjatínslu á leiðinni. Frábær ferð í alla staði og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Umsjónaraðili með útivistarvalinu er Anna Sigrún Rafnsdóttir kennari í Síðuskóla. Myndir úr ferðinni má skoða hér.

Valgreinin útivist, hreyfing og skyndihjálp er að hefja sinn þriðja starfsvetur. Í vetur eru 22 nemendur sem koma úr öllum grunnskólum Akureyrar. 

Aðalmarkmið valgreinarinnar er að stunda útivist s.s. fjallgöngur, hjólaferðir, skíði og fl.  og einnig að læra skyndihjálp. Fyrsta gönguferðin var farin 8. september og var gengið upp í Fálkafell sem er gamall skátaskáli fyrir ofan bæinn. Þaðan var gengið yfir í Gamla sem er skáli fyrir dróttskáta á Akureyri. Síðan gengum við í gegnum Naustaborgir og heim. Fengum mjög gott veður og mikið var um berjatínslu á leiðinni. Frábær ferð í alla staði og stóðu krakkarnir sig mjög vel.

Umsjónaraðili með útivistarvalinu er Anna Sigrún Rafnsdóttir kennari í Síðuskóla.

Myndir úr ferðinni má skoða hér.