Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag.
Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20.
Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.
Fyrir 3. – 10. bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og eru íþróttakennarar búnir að mæla stærðir og skrá óskir nemenda.
Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir.
Gönguskíðabúnaður er í boði fyrir alla nemendur.
Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu!
Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman
ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli ( í boði fyrir 6. – 10. bekk).
Skóladegi lýkur kl. 13:15 og nemendur í frístund fara þangað.
Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.
• Munið eftir næringaríku og góðu nesti sem auðvelt er að neyta úti.
• Hjálmaskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.