Útivistardagur í Hlíðarfjalli 17. mars

Næsta fimmtudag verður útivistardagur í Hlíðarfjalli ef veður leyfir. Fylgist með á heimasíðunni ef tvísýnt er með veður þennan morgun. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag og valgreinar verða ekki kenndar eftir hádegi. Mæting er á venjulegum tíma, klukkan 8:00 og fyrsta rúta fer frá skólanum klukkan 8:15. Myndir frá útivistardeginum

Næsta fimmtudag verður útivistardagur í Hlíðarfjalli ef veður leyfir. Fylgist með á heimasíðunni ef tvísýnt er með veður þennan morgun. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag og valgreinar verða ekki kenndar eftir hádegi. Mæting er á venjulegum tíma, klukkan 8:00 og fyrsta rúta fer frá skólanum klukkan 8:15.

Myndir frá útivistardeginum

Nemendur í 4. bekk og eldri geta fengið lánaðan búnað sér að kostnaðarlausu. Yngri nemendur mega koma með eigin skíða- eða brettabúnað, snjótþotur eða sleða. Nemendur í 6. bekk og eldri geta verið lengur í fjallinu en dagskrá ef þeir koma með skriflegt leyfi að heiman. 

Nemendur sem skráðir eru í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Mikilvægt er að koma með gott nesti því útiveran eykur lystina. Einnig þarf að huga að því að auðvelt sé að borða nestið útivið eða í nestishúsi.

Hjálmaskylda er þennan dag og engar undantekningar þar á.