Útivistardagur 5. apríl

Mynd frá skíðaferð síðasta skólaárs
Mynd frá skíðaferð síðasta skólaárs
Næsta þriðjudag, 5. apríl, er útvistardagur Síðuskóla og höldum við þá uppí Hlíðarfjall. Farið verður af stað milli 8:30 og 9:00 og komum heim milli 12:15 og 12:45. Matur verður í mötuneyti fyrir þá sem eru skráðir þegar heim er komið. Nemendur í 1. - 3. bekk eiga ekki kost á því að fá lánaðan búnað en geta komið með sinn eiginn og þeir sem ekki eiga skíði geta komið með sleða eða þess háttar en allir eiga að sjálfsögðu að vera með hjálma. Nemendur í 4. - 10. bekk geta fengið lánaðan búnað og hefur mæling farið fram á skó­stærðum í skólanum undanfarna daga. Ef einhverjir hafa misst af þessum mælingum og þurfa búnað reynum við að útvega þeim hann. Nemendur í 6. - 10. bekk geta fengið að vera lengur uppí fjalli þ.e. eftir að rútur fara heim en til þess þurfa þeir að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum/aðstandendum og eru þá ekki lengur á ábyrgð skólans. Gott er að nesta sig vel fyrir daginn, frjálst nesti en ekki leyfilegt að hafa sælgæti eða gosdrykki. Hvetjum alla til að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að kaldara getur verið uppí fjalli heldur en í bænum. Enginn aukakostnaður fylgir þessum degi. Nemendum  stendur til boða að fara á svigskíði, snjóbretti, gönguskíði, sleða eða í gönguferð um svæðið. ALLIR NEMENDUR SKULU VERA MEÐ HJÁLMA. Hér má sjá myndir frá síðasta útivistardegi í mars 2010. Íþróttakennarar

Næsta þriðjudag, 5. apríl, er útvistardagur Síðuskóla og höldum við þá uppí Hlíðarfjall.

Farið verður af stað milli 8:30 og 9:00 og komum heim milli 12:15 og 12:45. Matur verður í mötuneyti fyrir þá sem eru skráðir þegar heim er komið.
Nemendur í 1. - 3. bekk eiga ekki kost á því að fá lánaðan búnað en geta komið með sinn eiginn og þeir sem ekki eiga skíði geta komið með sleða eða þess háttar en allir eiga að sjálfsögðu að vera með hjálma.

Nemendur í 4. - 10. bekk geta fengið lánaðan búnað og hefur mæling farið fram á skó­stærðum í skólanum undanfarna daga. Ef einhverjir hafa misst af þessum mælingum og þurfa búnað reynum við að útvega þeim hann. Nemendur í 6. - 10. bekk geta fengið að vera lengur uppí fjalli þ.e. eftir að rútur fara heim en til þess þurfa þeir að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum/aðstandendum og eru þá ekki lengur á ábyrgð skólans.

Gott er að nesta sig vel fyrir daginn, frjálst nesti en ekki leyfilegt að hafa sælgæti eða gosdrykki. Hvetjum alla til að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að kaldara getur verið uppí fjalli heldur en í bænum.

Enginn aukakostnaður fylgir þessum degi.

Nemendum  stendur til boða að fara á svigskíði, snjóbretti, gönguskíði, sleða eða í gönguferð um svæðið.

ALLIR NEMENDUR SKULU VERA MEÐ HJÁLMA.

Hér má sjá myndir frá síðasta útivistardegi í mars 2010.

Íþróttakennarar