Upplestur á sal 30. nóvember o.fl.

Þorgrímur Þráinsson les upp úr bók sinni KRAKKINN SEM HVARF.
Þorgrímur Þráinsson les upp úr bók sinni KRAKKINN SEM HVARF.
Í dag, föstudaginn 30. nóvember, kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Síðuskóla. Hann byrjaði á að heimsækja unglingadeildina og spjalla við nemendur þar. Síðan las hann upp úr nýju bókinni sinni, Krakkinn sem hvarf, fyrir 4.-6. bekk. Þegar Þorgrímur hafði lokið lestrinum og svarað spurningum nemenda bættust allir hinir bekkirnir við og allur skólinn var saman á sal. Unglingarnir sýndu þá atriðin þrjú sem komust áfram í hæfileikakeppni Samfés og að lokum sungu allir saman íslensku lögin þrjú sem voru sungin um allt land í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar 1. desember. Lögin voru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs, Spáðu í mig eftir Megas og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.
Í dag, föstudaginn 30. nóvember, kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Síðuskóla. Hann byrjaði á að heimsækja unglingadeildina og spjalla við nemendur þar. Síðan las hann upp úr nýju bókinni sinni, Krakkinn sem hvarf, fyrir 4.-6. bekk.


Þegar Þorgrímur hafði lokið lestrinum og svarað spurningum nemenda bættust allir hinir bekkirnir við og allur skólinn var saman á sal. Unglingarnir sýndu þá atriðin þrjú sem komust áfram í hæfileikakeppni Samfés og að lokum sungu allir saman íslensku lögin þrjú sem voru sungin um allt land í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar 1. desember. Lögin voru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs, Spáðu í mig eftir Megas og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.