Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fer fram þriðjudaginn 18. mars kl. 14:30 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd Síðuskóla keppa þær Katrín Birta og Sóley Katla úr 7. bekk og óskum við þeim góðs gengis.
Öll eru velkomin á keppnina og verða veitingar og skemmtiatriði... fyrir utan aðalatriðið sem eru 14 flottir lesarar úr grunnskólum bæjarins. Fjölmennum og hvetjum sérstaklega okkar konur í keppninni :)