Upphátt - Síðuskóli náði 2. sæti

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær, í Háskólanum á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla stóðu sig framúrskarandi og negldu báðar sinn lestur. Katrín Birta náði 2. sæti og óskum við henni til hamingju með árangurinn. Sóley stóð sig einnig frábærlega í afar harðri keppni. Úrslitin voru sem hér segir: Í fyrsta sæti var Valur Darri úr Brekkuskóla, Katrín Birta sem fyrr segir í öðru sæti og Inga Karen úr Brekkuskóla í þriðja sæti. Sjá myndir hér.

Gaman var að sjá hve mörg bekkjarsystkini þeirra Katrínar og Sóleyjar sátu á áhorfendabekkjunum og studdu okkar fulltrúa. Það er ekki síður svona samstaða og liðsandi sem gefur keppni sem þessari gildi. Fyrir utan gildi keppninnar í heild sinni þar sem allir nemendur 7. bekkjar taka þátt í ræktunarhluta hennar þar sem gildi tungumálsins og upplesturs er gert hátt undir höfði í námi og lífi nemendanna.