Umhverfisdagur og skólaslit

Síðasti skóladagur vetrarins var í dag og voru nemendur út um allan bæ með starfsfólki við leik og störf á síðari umhverfidegi vorsins. Veðrið lék við alla og heppnaðist dagurinn vel. Í lok dags komu svo allir saman í garðinum þar sem grillaðar voru pylsur. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi. Við minnum svo á skólaslitin á morgun, þau er sem hér segir: Klukkan 9.00  1. - 4. bekkur Klukkan 10.00  5. - 9. bekkur Klukkan 15.00   10. bekkur Nemendur í 1.-9. bekk mæta fyrst á sal og þá mun skólastjórinn kveðja fyrir hönd skólans. Síðan fara nemendur í sínar heimastofur, fá vitnisburðarblöð eftir veturinn og kveðja sína umsjónarkennara. 10. bekkur ásamt aðstandendum og starfsfólk mæta í Glerárkirkju og síðan verður kaffi á eftir í skólanum.

Síðasti skóladagur vetrarins var í dag og voru nemendur út um allan bæ með starfsfólki við leik og störf á síðari umhverfidegi vorsins. Veðrið lék við alla og heppnaðist dagurinn vel. Í lok dags komu svo allir saman í garðinum þar sem grillaðar voru pylsur. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi. Við minnum svo á skólaslitin á morgun, þau er sem hér segir:

  • Klukkan 9.00  1. - 4. bekkur
  • Klukkan 10.00  5. - 9. bekkur
  • Klukkan 15.00   10. bekkur

Nemendur í 1.-9. bekk mæta fyrst á sal og þá mun skólastjórinn kveðja fyrir hönd skólans. Síðan fara nemendur í sínar heimastofur, fá vitnisburðarblöð eftir veturinn og kveðja sína umsjónarkennara. 10. bekkur ásamt aðstandendum og starfsfólk mæta í Glerárkirkju og síðan verður kaffi á eftir í skólanum.