Þemadagur 11. nóvember

Í dag, 11. nóvember er þemadagur í Síðuskóla. Að þessu sinni eru íþróttir, tónlist og dans þeir þættir sem við leggjum áherslu á. Nemendur var skipt í hópa eftir stigum þannig að á yngsta stigi eru aldursblandaðir hópar nemenda í 1. - 4. bekk, síðan blandast 5. - 7. bekkingar saman í hópa og unglingarnir í 8. - 10. bekk blandast og skiptast svo í sex hópa.  Hver hópur fer á 6-7 stöðvar um morguninn. Í boði eru útileikir, heilaleikfimi eða spil, fjöltefli, dans, jóga, fjöldasöngur, tónlistarsaga, tarsanleikur, orusta í íþróttasal svo dæmi séu nefnd. Nemendaráð tók að þessu sinni að sér undirbúning þemadags og kom með tillögu að útfærslu og hugmynd að verkefnum á stöðvum. Nokkrir nemendur af unglingastigi tóku að sér að stýra stöðvum með aðstoð kennara s.s. dansi og fræðslu og grunnæfingum í jui-jitsu.  Það er gaman þegar allir leggjast á eitt við að láta svona uppbrotsdag ganga upp. Allir sinntu sínu með sóma, bæði starfsfólk og nemendur :) Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Í dag, 11. nóvember er þemadagur í Síðuskóla. Að þessu sinni eru íþróttir, tónlist og dans þeir þættir sem við leggjum áherslu á. Nemendur var skipt í hópa eftir stigum þannig að á yngsta stigi eru aldursblandaðir hópar nemenda í 1. - 4. bekk, síðan blandast 5. - 7. bekkingar saman í hópa og unglingarnir í 8. - 10. bekk blandast og skiptast svo í sex hópa. 


Hver hópur fer á 6-7 stöðvar um morguninn. Í boði eru útileikir, heilaleikfimi eða spil, fjöltefli, dans, jóga, fjöldasöngur, tónlistarsaga, tarsanleikur, orusta í íþróttasal svo dæmi séu nefnd. Nemendaráð tók að þessu sinni að sér undirbúning þemadags og kom með tillögu að útfærslu og hugmynd að verkefnum á stöðvum. Nokkrir nemendur af unglingastigi tóku að sér að stýra stöðvum með aðstoð kennara s.s. dansi og fræðslu og grunnæfingum í jui-jitsu. 


Það er gaman þegar allir leggjast á eitt við að láta svona uppbrotsdag ganga upp. Allir sinntu sínu með sóma, bæði starfsfólk og nemendur :)


Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.