Í morgun var söngsalur hjá okkur, að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið með Heimi Ingimarssyni.
Einnig voru tilkynnt úrslit í flokkunarkeppni Síðuskóla en sú hefð hefur skapast í skólanum að árgangar keppa í flokkun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu 4. bekkur, 7. bekkur og 8. bekkur. Sigurvegarar voru 7. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.