Nú er síðasta kennsluvika þessa skólaárs og ýmislegt gert til að brjóta upp hversdagsleikann. Nemendur í 1. - 7. bekk taka sína vordaga á miðvikudaginn 31. maí og fimmtudaginn 1. júní og fara í styttri ferðir innanbæjar og í næsta nágrenni. Föstudaginn 2. júní eru nemendur svo með kennurum skv. stundatöflu fyrri hluta dags. Milli kl. 11 og 12 verður grillað og öllum boðið upp á pylsur í innigarðinum. Nemendur 1. - 9. bekkjar verða svo kallaðir inn á íþróttasal kl. 12:30 og þá fara fram skólaslit. Foreldrar eru velkomnir með. Ólöf skólastjóri talar við hópinn og síðan fylgja nemendur sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Skóla lýkur um kl. 13:30 þennan dag og þá eru allir í 1. - 9. bekk komnir í frí.
Nemendur á unglingastigi taka sína vordaga 1. og 2. júní og fara í ferðir um bæinn og næsta nágrenni. Þeir enda eins og aðrir á grilli í innigarðinum milli kl. 11 og 12. Úskrift hjá 10. bekk verður í Glerárkirkju kl. 15:00 á föstudaginn og útskriftarnemendur og foreldar koma svo saman í kaffi í skólanum að athöfn lokinni.
Nánari dagskrá má sjá í fréttabréfi júnímánaðar.
Nú er síðasta kennsluvika þessa skólaárs og ýmislegt gert til að brjóta upp hversdagsleikann. Nemendur í 1. - 7. bekk taka sína vordaga á miðvikudaginn 31. maí og fimmtudaginn 1. júní og fara í styttri ferðir innanbæjar og í næsta nágrenni. Föstudaginn 2. júní eru nemendur svo með kennurum skv. stundatöflu fyrri hluta dags. Milli kl. 11 og 12 verður grillað og öllum boðið upp á pylsur í innigarðinum. Nemendur 1. - 9. bekkjar verða svo kallaðir inn á íþróttasal kl. 12:30 og þá fara fram skólaslit. Foreldrar eru velkomnir með. Ólöf skólastjóri talar við hópinn og síðan fylgja nemendur sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Skóla lýkur um kl. 13:30 þennan dag og þá eru allir í 1. - 9. bekk komnir í frí.
Nemendur á unglingastigi taka sína vordaga 1. og 2. júní og fara í ferðir um bæinn og næsta nágrenni. Þeir enda eins og aðrir á grilli í innigarðinum milli kl. 11 og 12. Úskrift hjá 10. bekk verður í Glerárkirkju kl. 15:00 á föstudaginn og útskriftarnemendur og foreldar koma svo saman í kaffi í skólanum að athöfn lokinni.
Nánari dagskrá má sjá í fréttabréfi júnímánaðar.