Samkeppni - hönnun á lukkudýri / persónu

Dæmi um lukkudýr...
Dæmi um lukkudýr...
Skilafrestur á tillögum rennur út á föstudaginn 31.jan. Síðuskóli stendur fyrir teiknisamkeppni um hönnun á lukkudýri eða persónu. Listaverkið mun verða ákveðið kennileiti fyrir skólann.  Markmið samkeppninnar er að: Hanna lukkudýr/tákngerving/persónu sem verður merki eða tákn í umhverfismálum og öðru í skólanum. Myndin verður sett á merkingar, leiðbeiningar og auglýsingar og búningur jafnvel saumaður þannig að lukkudýrið geti verið með þegar stærri uppákomur eru s.s. íþróttakeppni eða vorhátíð.  Allir í skólasamfélaginu geta skilað inn hugmynd (nemendur, starfsfólk og foreldrar). Umhverfisnefnd skólans velur úr innsendum tillögum og ef berst fleiri en ein góð tillaga þá verður kosið á milli þeirra. Skila skal hugmyndum á A5 blaði (teikningu, tölvumynd, klippimynd eða annað) í umslag á skrifstofu skólans. Skrá númer myndar aftan á blaðið og nafn höfundar á skráningarblað hjá ritara. Lokaskiladagur er 31. janúar 2014.Umhverfisnefnd

Skilafrestur á tillögum rennur út á föstudaginn 31.jan.

Síðuskóli stendur fyrir teiknisamkeppni um hönnun á lukkudýri eða persónu. Listaverkið mun verða ákveðið kennileiti fyrir skólann. 

Markmið samkeppninnar er að:

Hanna lukkudýr/tákngerving/persónu sem verður merki eða tákn í umhverfismálum og öðru í skólanum. Myndin verður sett á merkingar, leiðbeiningar og auglýsingar og búningur jafnvel saumaður þannig að lukkudýrið geti verið með þegar stærri uppákomur eru s.s. íþróttakeppni eða vorhátíð. 

Allir í skólasamfélaginu geta skilað inn hugmynd (nemendur, starfsfólk og foreldrar). Umhverfisnefnd skólans velur úr innsendum tillögum og ef berst fleiri en ein góð tillaga þá verður kosið á milli þeirra. Skila skal hugmyndum á A5 blaði (teikningu, tölvumynd, klippimynd eða annað) í umslag á skrifstofu skólans. Skrá númer myndar aftan á blaðið og nafn höfundar á skráningarblað hjá ritara.

Lokaskiladagur er 31. janúar 2014.
Umhverfisnefnd