Í morgun var söngsalur í skólanum og fleira gert við það tækifæri. Nemendum var kynnt verkefnið Réttindaskóli UNICEF en Síðuskóli er orðinn þátttakandi í því og er innleiðing þess að hefjast. Einnig komu íþróttakennarar og veittu viðurkenningu þeim bekk er sigraði „Göngum í skólann“ í ár, en það var 3. bekkur sem stóð sig best að þessu sinni.
Fulltrúar umhverfisnefndarinnar komu einnig upp á svið og kynntu samkeppni sem hefur verið í gangi en nemendur fengu að hanna sitt eigið skilti sem bendir fólki á að láta bifreiðar ekki standa í lausagangi. Umhverfisnefndin valdi úr innsendum myndum og sigurvegararnir voru Sóley og Natalía í 5. bekk, Irmelín, Tinna og Ingibjörg í 4. bekk, Alrún og Kristín Mary í 8. bekk og Sveinbjörn í 6. bekk.
Verðlaunamyndirnar verða svo gerðar að skiltum sem hengd verða upp á bílastæði skólans. Hér má sjá myndir frá samkomunni í morgun.