Förum við ekki að fara af stað...
Í morgun lögðu glaðir og reifir 7. bekkingar af stað í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í vikunni munu
nemendur m.a. fara að Bjargi í Miðfirði á fæðingarstað Grettis ,,sterka" Ásmundssonar. Þar er nemendum sögð sagan og þeir
fá innsýn í starf bóndans á Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í
náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann,
hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi.
Við óskum krökkunum ánægjulegrar dvalar í Reykjaskóla og hlökkum til að sjá
þá aftur n.k. föstudag um fjögurleytið.
Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar
þegar krakkarnir voru að koma sér af stað í myrkrinu í morgun.
Í morgun lögðu glaðir og reifir 7. bekkingar af stað í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í vikunni munu
nemendur m.a. fara að Bjargi í Miðfirði á fæðingarstað Grettis ,,sterka" Ásmundssonar. Þar er nemendum sögð sagan og þeir
fá innsýn í starf bóndans á Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í
náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann,
hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi.
Við óskum krökkunum ánægjulegrar dvalar í Reykjaskóla og hlökkum til að sjá
þá aftur n.k. föstudag um fjögurleytið.
Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar
þegar krakkarnir voru að koma sér af stað í myrkrinu í morgun.