Nú er páskafrí hafið og minnt er á að skólinn er lokaður í vikunni eftir páska. Þá eru skipulagsdagar og stór hluti starfsmanna heldur til Kanada í náms- og kynnisferð. Þeir sem ekki fara í þá ferð fara í styttri náms- og kynnisferðir á Akureyri og nágrenni og sinna ýmsum störfum innan skólans. Frístund er lokuð þessa þrjá daga, þ.e. 23., 24. og 26. apríl. Við í Síðuskóla óskum öllum gleðilegra páska og vonum að allir fái að njóta sín í þessu óvenjulega langa páskafríi. Skóli hefst að nýju mánudaginn 29. apríl samkvæmt stundaskrá.