Unglingar frá Akureyri taka þátt í Landsmóti Samfés.
Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á
föstudaginn 5. október og stendur í 3 daga. Frá Akureyri fara fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í
félagsmiðstöðva-ráðum og sækja valgreinina félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400
unglingum á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Dagskrá landsmótsins er fjölbreytt. Mótið hefst
á kosningu í ungmennaráð Samfés sem er eina ungmennaráðið sem starfar á landsvísu með lýðræðislega kjörna
fulltrúa alls staðar að af landinu. Tveir fulltrúar sitja í ráðinu frá Norðurlandi hverju sinni. Styrmir Elí Ingólfsson frá
Akureyri er sitjandi fulltrúi í ráðinu og kosinn verður annar fulltrúi frá Norðurlandi á Ísafirði. Þau Hrafnhildur Lára
Hrafnsdóttir og Ólafur Hrafn Kjartansson hafa boðið sig fram í það sæti fyrir hönd Akureyrar. Tilgangur ungmennaráðs er m.a. að
ungmenni öðlist rödd í samfélaginu, auka jafningjafræðslu og hafa áhrif á viðburði á vegum Samfés.
Á laugardag taka unglingarnir þátt í hinum ýmsu
smiðjum sem m.a. tengjast útivist, matseld, handverki og fjölmiðlum svo fátt eitt sé nefnt. Dagurinn endar á hátíðarkvöldverði og
balli á Bolungarvík. Landsmótinu líkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks sem ungmennaráðið skipuleggur og stýrir.
Þar munu landsmótsgestir ræða ýmis mál sem brenna á ungu fólki.
Samfés, samtök félagsmiðstöðva á
Íslandi standa fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmiðstöðvar og unglinga ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum
verkefnum. Aðalmarkmið Samfés er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á
Íslandi.
Unglingar frá Akureyri taka þátt í Landsmóti Samfés.
Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á
föstudaginn 5. október og stendur í 3 daga. Frá Akureyri fara fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í
félagsmiðstöðva-ráðum og sækja valgreinina félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400
unglingum á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Dagskrá landsmótsins er fjölbreytt. Mótið hefst
á kosningu í ungmennaráð Samfés sem er eina ungmennaráðið sem starfar á landsvísu með lýðræðislega kjörna
fulltrúa alls staðar að af landinu. Tveir fulltrúar sitja í ráðinu frá Norðurlandi hverju sinni. Styrmir Elí Ingólfsson frá
Akureyri er sitjandi fulltrúi í ráðinu og kosinn verður annar fulltrúi frá Norðurlandi á Ísafirði. Þau Hrafnhildur Lára
Hrafnsdóttir og Ólafur Hrafn Kjartansson hafa boðið sig fram í það sæti fyrir hönd Akureyrar. Tilgangur ungmennaráðs er m.a. að
ungmenni öðlist rödd í samfélaginu, auka jafningjafræðslu og hafa áhrif á viðburði á vegum Samfés.
Á laugardag taka unglingarnir þátt í hinum ýmsu
smiðjum sem m.a. tengjast útivist, matseld, handverki og fjölmiðlum svo fátt eitt sé nefnt. Dagurinn endar á hátíðarkvöldverði og
balli á Bolungarvík. Landsmótinu líkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks sem ungmennaráðið skipuleggur og stýrir.
Þar munu landsmótsgestir ræða ýmis mál sem brenna á ungu fólki.
Samfés, samtök félagsmiðstöðva á
Íslandi standa fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmiðstöðvar og unglinga ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum
verkefnum. Aðalmarkmið Samfés er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á
Íslandi.