Akureyri 12. janúar 2009
Kæru nemendur og foreldrar
Haustönn lýkur 19. janúar og nú er komið að viðtalsdegi.
Þriðjudaginn 20. janúar verður námsmat afhent með viðtali við nemendur og foreldra. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt eða í töskupósti.
Ef tíminn sem þið fáið hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er einfalt að verða við því.
Æskilegt er að vera búin að fara yfir viðtalsblöðin sem rædd voru í skólabyrjun svo hægt sé að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum.
Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars starfsfólks.
Boðið er upp á frístund fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar á viðtalsdaginn frá 7:45 -13:00 og kostar dvölin 220 krónur á tímann. Gjaldið á að greiða í frístund þegar barnið kemur eða er sótt. Börnin þurfa að koma með nesti að heiman. Þeir sem ætla að nýta þessa þjónustu hafið samband við frístund eftir hádegi föstudaginn 16. janúar til að skrá barnið. Síminn í frístund er 461 3473.
Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum. Einnig eru þeir beðnir að svara viðhorfakönnun frá skólanefnd sem fram fer í tölvustofu (stofa 30).
Bestu kveðjur,
Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri