Miðvikudaginn 6. desember var sannkölluð jólastund í Síðuskóla. Dagurinn hófst á jólasöngsal en meðan nemendur gengu inn í salinn spilaði fjögurra manna blásarasveit jólalög. Þessa sveit er skipuð tveimur starfsmönnum skólans, þeim Gutta og Malla en auk þeirra komu Gísli og Þorkell og eiga þeir skilið miklar þakkir. Nemendur sungu síðan jólalög við undirspil Ívars Helgasonar.
Að söngsal loknum tók við jóladagskrá þar sem hvert stig, yngsta stig, miðstig og elsta stig vann saman. Ýmislegt skemmtilegt var í boði, s.s. alls kyns föndur og bakstur, spil og spjall. Í hádeginu var síðan sannkallaður jólamatur á boðstólnum, skinka og tilheyrandi meðlæti.
Myndir söngsal
Myndir jólaþema
Miðvikudaginn 6. desember var sannkölluð jólastund í Síðuskóla. Dagurinn hófst á jólasöngsal en meðan nemendur gengu inn í salinn spilaði fjögurra manna blásarasveit jólalög. Þessa sveit er skipuð tveimur starfsmönnum skólans, þeim Gutta og Malla en auk þeirra komu Gísli og Þorkell og eiga þeir skilið miklar þakkir. Nemendur sungu síðan jólalög við undirspil Ívars Helgasonar.
Að söngsal loknum tók við jóladagskrá þar sem hvert stig, yngsta stig, miðstig og elsta stig vann saman. Ýmislegt skemmtilegt var í boði, s.s. alls kyns föndur og bakstur, spil og spjall. Í hádeginu var síðan sannkallaður jólamatur á boðstólnum, skinka og tilheyrandi meðlæti.
Myndir söngsal
Myndir jólaþema