Jólabréf 2009

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla                    Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur og eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, skautaferðir og aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju. Litlu jólin Litlu jólin eru 18. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. Niðurröðun bekkja má sjá hér á eftir. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 18. desember eru beðnir um að hafa samband við Ingu í síma 4613473 eða á netfangið ingtraust@akmennt.isfyrir miðvikudaginn 16. desember. Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar klukkan 8:00. Viðtalsdagur í Síðuskóla er 12. janúar 2010. Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða  Niðurröðun bekkja á litlu jólin  Kl. 8: 30 1. bekkur,  2. bekkur MB, 3. bekkur TS 4. bekkur SG, 5. bekkur HL, 6. bekkur EJK 1, 8. bekkur B, 9. bekkur BJ, 10. bekkur SA.  Kl. 10:30 2. bekkur SES, 3. bekkur ASR, 4. bekkur SS, 5. bekkur SEB,  6. bekkur EJK 7. bekkur, 8. bekkur HF, 9. bekkur SBD, 10. bekkur SS.
Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla                 

 

Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur og eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, skautaferðir og aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju.

Litlu jólin

Litlu jólin eru 18. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. Niðurröðun bekkja má sjá hér á eftir. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk.

Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 18. desember eru beðnir um að hafa samband við Ingu í síma 4613473 eða á netfangið ingtraust@akmennt.isfyrir miðvikudaginn 16. desember.

Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar klukkan 8:00.

Viðtalsdagur í Síðuskóla er 12. janúar 2010.

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða

 Niðurröðun bekkja á litlu jólin

 Kl. 8: 30

1. bekkur,  2. bekkur MB, 3. bekkur TS

4. bekkur SG, 5. bekkur HL, 6. bekkur EJK 1,

8. bekkur B, 9. bekkur BJ, 10. bekkur SA.

 Kl. 10:30

2. bekkur SES, 3. bekkur ASR, 4. bekkur SS,

5. bekkur SEB,  6. bekkur EJK

7. bekkur, 8. bekkur HF, 9. bekkur SBD, 10. bekkur SS.