Jólabókasafn Síðuskóla

Desember er skemmtilegur mánuður á bóksafni Síðuskóla því þá fyllist það af nýjum bókum sem koma út fyrir jólin. Allir bekkir koma í heimsókn og lesin er jólasaga eða ný bók fyrir þau. Jólaóskabækur Síðuskóla eru þær bækur sem nemendur völdu sjálf uppúr Bókatíðindum í nóvember og er nú komið í ljós hverjar voru vinsælastar hjá hverjum árgangi. En einnig rata margar bækur á safnið sem voru á óskalista hvers árgangs þannig það allir ættu að finna eitthvað sem þeim þótti áhugavert í ár. Foreldrafélag Síðuskóla styrkti einnig myndarlega við bókakaup einsog undanfarin ár sem munar miklu og er afar ánægjulegt. Jólalesturinn á bókasafninu er einnig orðinn árlegur og er afar notalegt að hlusta á skemmtilega sögu og þá byrjunina á spennandi bók sem mun svo kannski leynast undir jólatrénu.

Jólabókasafnið - sjá myndir hér.