Jól í skókassa

Sú hefð hefur myndast að 7. bekkur taki þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa“ sem er á vegum KFUM/K á Íslandi. Krakkarnir safna öllu mögulegu í skókassana og leggur hvert þeirra fram 1200 kr. t.d. til að kaupa nauðsynjavörur sem á að fara í kassana. Það eru munaðarlaus og fátæk börn í Úkraníu sem fá jólaglaðning frá okkur en jólin hjá þeim er 7. janúar. Hér má sjá myndir frá því er 7. bekkur vann að verkefninu.

Sú hefð hefur myndast að 7. bekkur taki þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa“ sem er á vegum KFUM/K á Íslandi. Krakkarnir safna öllu mögulegu í skókassana og leggur hvert þeirra fram 1200 kr. t.d. til að kaupa nauðsynjavörur sem á að fara í kassana. Það eru munaðarlaus og fátæk börn í Úkraníu sem fá jólaglaðning frá okkur en jólin hjá þeim er 7. janúar. Hér má sjá myndir frá því er 7. bekkur vann að verkefninu.

Nemenur pakka skókössum í jólapappír en að þessu sinni gaf Rúmfatalagerinn jólapappir. Allt gjafadótið er sett á eitt borð og svo taka krakkarnir það sem vantar í þeirra kassa, en óskað er eftir ákveðnum hlutum í hvern skókassa. Má þar nefna, tannkrem, tannbursta, sápu, þvottapoka, skóladót, leikfang, nammi og dót. Þess má geta að í Síðuskóla sauma krakkarnir þvottapoka úr gömlum handklæðum í textilmennt. Við gættum þess að allir þessir flokkar færu í hvern kassa. Í síðustu viku afhentum við kassana í Sunnuhlíð þar sem nemendur og kennarar fengu fræðslu um upphaf verkefnisins, fyrirkomulag og afhendingu jólaskókassanna. Nemendur lögðu mikla alúð við verkefnið og fannst áhugavert að gera góðverk sem þetta. Við þökkum kennurum, foreldrum og öðrum sem komu að verkefninu kærlega fyrir. Án slíkrar samvinnu gengi þetta ekki upp.