Heimsókn úr Tónlistarskólanum

Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember, fengum við góða heimsókn í skólann. Þá kom blásarasveit úr Tónlistarskólanum, undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, og spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi. Ella Vala kynnti einnig hljóðfærin fyrir nemendum milli laga. Ekki var annað að sjá en nemendur skólans kynnu vel að meta tónlistina, og var hljómsveitinni vel tekið. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir hljómsveitina og Ellu Völu stjórnanda hennar.

Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember, fengum við góða heimsókn í skólann. Þá kom blásarasveit úr Tónlistarskólanum, undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, og spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi. Ella Vala kynnti einnig hljóðfærin fyrir nemendum milli laga. Ekki var annað að sjá en nemendur skólans kynnu vel að meta tónlistina, og var hljómsveitinni vel tekið. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir hljómsveitina og Ellu Völu stjórnanda hennar.