4. bekk í Síðuskóla var boðið í heimsókn í Samherja í síðustu viku. Þar fengu þau góða leiðsögn um vinnsluna sem Þorvaldur, Hákon og Sólveig sáu um. Þetta var mjög fræðandi og skemmtileg ferð og kunnum við Þorvaldi sem bauð okkur bestu þakkir fyrir.
Í framhaldi af þessari ferð fá krakkarnir svo að skoða og vinna með ýmsar fisktegundir í skólanum sem feður í bekknum færðu okkur.
Hér má sjá myndir frá heimsókninni, takk kærlega fyrir okkur.