Grænfáninn afhentur í fimmta sinn

Á föstudaginn 25. apríl, á Degi umhverfis, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan í fimmta sinn. Af því tilefni var athöfn í íþróttasal skólans þar sem nemendur voru með ýmis atriði sem tengjast Grænfánanum og umhverfismálum. Framkvæmdarstjóri Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhenti umhverfisnefnd skólans nýja fánann sem var dreginn að hún með viðhöfn. Margir góðir gestir voru einnig viðstaddir. Af þessu tilefni var sagt frá því hver hefði unnið samkeppnina um hönnun lukkudýrs skólans og var það Ágúst Örn Vilbergsson í 6. bekk sem átti verðlaunamyndina. Búningurinn var sýndur en tvær heiðurskonur, Svava Daðadóttir og Anna Guðný Helgadóttir á Litlu saumastofunni, gáfu vinnu sína við að sauma búninginn. Að athöfninni lokinna var boðið upp á pylsur og íspinna. Myndir.  

Á föstudaginn 25. apríl, á Degi umhverfis, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan í fimmta sinn. Af því tilefni var athöfn í íþróttasal skólans þar sem nemendur voru með ýmis atriði sem tengjast Grænfánanum og umhverfismálum. Framkvæmdarstjóri Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhenti umhverfisnefnd skólans nýja fánann sem var dreginn að hún með viðhöfn. Margir góðir gestir voru einnig viðstaddir.

Af þessu tilefni var sagt frá því hver hefði unnið samkeppnina um hönnun lukkudýrs skólans og var það Ágúst Örn Vilbergsson í 6. bekk sem átti verðlaunamyndina. Búningurinn var sýndur en tvær heiðurskonur, Svava Daðadóttir og Anna Guðný Helgadóttir á Litlu saumastofunni, gáfu vinnu sína við að sauma búninginn. Að athöfninni lokinna var boðið upp á pylsur og íspinna.

Myndir.