Nú er nýlokið árlegu átaki Síðuskóla sem ber heitið Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nemendur skráðu hvernig þeir ferðuðust í skólann og þær upplýsingar voru svo teknar saman og settar upp á vegg.
Skemmst er frá því að segja að almennt koma langflestir gangandi eða með strætó í skólann. Aðeins 9% nemenda fá far með einkabíl. Það var þó mismunandi eftir bekkjum hversu stórt hlutfallið var og okkur finnst ástæða til að minnast sérstaklega á fyrsta og annan bekk. Í fyrsta bekk komu á þessu tímabili 25% nemenda með einkabíl og var hlutfallið í öðrum bekk 17%. Þrátt fyrir að þessi börn séu enn óörugg að fara ein gangandi þessa vegalengd þá er mikilvægt að þeim sé kennt það á meðan enn er bjart og veður gott.