Í dag hefst skólastarf aftur af fullum krafti eftir jólafrí. Við vonum að allir séu vel hvíldir og upplagðir til að takast á við námið. Þó að námið verði í fyrirrúmi næstu vikurnar er ýmislegt uppbrot í gangi. Í næstu viku hefst 100 miða leikur sem er árviss í skólanum. Nemendaráð stendur fyrir furðufataviku 11. - 15. janúar. Vonandi verða bæði starfsmenn og nemendur virkir og setja svip á skólann en það er að sjálfsögðu frjálst val hvort menn taka þátt.
11. janúar rauður dagur, 12. janúar höfuðfatadagur, 13. janúar íþróttafatadagur, 14. janúar búningadagur og 15. janúar sparifatadagur.