Fyrstu dagarnir

Nú er skólastarfið að komast í sínar hefðbundun skorður. Nokkur atriði sem hafa má í huga: Valgreinar unglinga jafnt innan skóla sem utan eru byrjaðar.  Íþróttir verða úti fyrstu vikurnar meðan vel viðrar.  Við látum vita þegar það breytist. Kennarar nota þessa fyrstu daga oft til vettvangsferða um nágrennið eða í lengri ferðir. Foreldrar fá þá að vita um það sérstaklega. Norræna skólahlaupið verður þriðjudaginn 8. september. 9. September hefst átakið "Göngum í skólann" þar sem allir eru hvattir til að koma gangandi eða á reiðhjóli í skólann. Dagur læsis er þriðjudaginn 8. september. Að því verður sérstaklega hugað á öllum stigum.
Nú er skólastarfið að komast í sínar hefðbundun skorður. Nokkur atriði sem hafa má í huga:

  • Valgreinar unglinga jafnt innan skóla sem utan eru byrjaðar. 
  • Íþróttir verða úti fyrstu vikurnar meðan vel viðrar.  Við látum vita þegar það breytist.
  • Kennarar nota þessa fyrstu daga oft til vettvangsferða um nágrennið eða í lengri ferðir. Foreldrar fá þá að vita um það sérstaklega.
  • Norræna skólahlaupið verður þriðjudaginn 8. september.
  • 9. September hefst átakið "Göngum í skólann" þar sem allir eru hvattir til að koma gangandi eða á reiðhjóli í skólann.
  • Dagur læsis er þriðjudaginn 8. september. Að því verður sérstaklega hugað á öllum stigum.