Nú er átakinu Göngum í skólann lokið og tóku 73 skólar þátt í því í ár. Mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf var unnið í grunnskólum landsins í tilefni af átakinu. Við í Síðuskóla hófum átakið með göngu upp að Hraunsvatni. Auk þess skráðu íþróttakennarar hlutfall nemenda sem notuðu virkan ferðamáta til að koma í skólann í þær fjórar vikur sem átakið stóð yfir. Virkir ferðamátar eru t.d. að ganga, hjóla eða að nota strætó.
Markmið Göngum í skólann er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Okkar von er að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.
Í ár notuðust 91% nemenda Síðuskóla við virkan ferðamáta sem er framför frá árinu 2018 en þá voru það 88%. Til hamingju Síðuskóli! Það er frábært að 91% nemenda noti virkan ferðamáta til að komast í og úr skólanum. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður hvers árgangs fyrir sig.
1. bekkur: 71%
2. bekkur: 95% í 3. sæti
3. bekkur: 95% í 3. sæti
4. bekkur: 93%
5. bekkur: 97% í 1. sæti*
6. bekkur: 84%
7. bekkur: 96% í 2. sæti
8. bekkur: 91%
9. bekkur: 92%
10. bekkur: 96% í 2. sæti
Í morgun var fyrsti söngsalur vetrarins og notaði umhverfisnefnd skólans tækifærið og kynnti sig og auk þess veitti hún 5. bekk viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Hér má sjá myndir sem teknar voru á sal í morgun.