Frá Svíþjóðarförum

Umhverfið er fallegt
Umhverfið er fallegt
Svíþjóðarferð Föstudaginn 15. maí lagði forritunarhópurinn af stað klukkan þrjú frá Síðuskóla. Ferðinni var heitið til Svíþjóðar að heimsækja vini okkar í Södertörns Friskola. Við ókum sem leið lá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar komið var í flugstöðina þurftum við að bíða þó nokkurn tíma en flugum frá Íslandi klukkan 1:15 um nóttina og lentum klukkan 6 á Arlanda (tímamismunur 2 tímar). Við ferðuðumst með lestum til gestgjafa okkar og svo heim með þeim. Þegar þarna var komið við sögu var kominn laugardagsmorgunn í Svíþjóð en margir hjá okkur ósofnir. Við lögðum okkur til hádegis en þá fórum við ýmist í skemmtigarð eða í búðir. Á sunnudeginum fengum við kynningu á skólanum og umhverfi hans en höfðum síðan frí. Við heimsóttum skólann á mánudegi og hittum þá krakkana og kennarana.  Við unnum þar saman í verkefnum, mest að leikjunum og fréttaskráningu en fórum líka í tíma sem var fint.    Dagarnir hafa liðið hratt og mikið að gerast. Við erum stanslaust að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast nýjum krökkum og hefðum og venjum. Okkur líður vel hér og vildum gjarnan taka ýmislegt upp sem er við lýði hér í skólanum í Huddinge í Sverge. En þegar öllu er á botninn hvolft er fínt að vera í Síðuskóla. Bestu kveðjur frá Sverge,Fréttamannateymið

Svíþjóðarferð

Föstudaginn 15. maí lagði forritunarhópurinn af stað klukkan þrjú frá Síðuskóla. Ferðinni var heitið til Svíþjóðar að heimsækja vini okkar í Södertörns Friskola. Við ókum sem leið lá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar komið var í flugstöðina þurftum við að bíða þó nokkurn tíma en flugum frá Íslandi klukkan 1:15 um nóttina og lentum klukkan 6 á Arlanda (tímamismunur 2 tímar).

Við ferðuðumst með lestum til gestgjafa okkar og svo heim með þeim. Þegar þarna var komið við sögu var kominn laugardagsmorgunn í Svíþjóð en margir hjá okkur ósofnir. Við lögðum okkur til hádegis en þá fórum við ýmist í skemmtigarð eða í búðir. Á sunnudeginum fengum við kynningu á skólanum og umhverfi hans en höfðum síðan frí.

Við heimsóttum skólann á mánudegi og hittum þá krakkana og kennarana.  Við unnum þar saman í verkefnum, mest að leikjunum og fréttaskráningu en fórum líka í tíma sem var fint.   

Dagarnir hafa liðið hratt og mikið að gerast. Við erum stanslaust að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast nýjum krökkum og hefðum og venjum. Okkur líður vel hér og vildum gjarnan taka ýmislegt upp sem er við lýði hér í skólanum í Huddinge í Sverge. En þegar öllu er á botninn hvolft er fínt að vera í Síðuskóla.

Bestu kveðjur frá Sverge,
Fréttamannateymið