Frá Grikklandsförum.

Á stuttbuxum í Grikklandi
Á stuttbuxum í Grikklandi
ICT4U heldur áfram þessa dagana með fundi í Lamia Grikklandi. Fulltrúar skólans í Grikklandi eru Bibbi og Jón, kennarar, og Helena Rut, Eva Kristín, Auður Kristín, Aldís Anna og Aldís Sveinsdóttir. Forritin Spreaker, Creaza og Webs eru skoðuð og læra nemendur á þau þannig að þeir geti kennt á þau. Við erum búin að fara til Delphi sem er sögufrægur staður hér í nágrenninu.  Þar var mikil spákona til forna sem menn komu víða að til að láta spá fyrir sér. Í gær 1. maí var ekki frídagur hjá okkur heldur unnum við í skólanum um morguninn og fórum svo á eyðieyju þar sem við lærðum að leika grískan harmleik og fluttum hann á grísku. Það var harmleikur! En svo var legið í sólbaði í 30+ stiga hita í einhvern tíma og spilað blak, fótbolti og fleira. Þetta gengur því bara nokkuð vel hér eins og sjá má á myndunum. Með kveðju,Bibbi, Jón, Helena, Eva, Auður, Aldís Anna og Aldís Sveins.  

ICT4U heldur áfram þessa dagana með fundi í Lamia Grikklandi.

Fulltrúar skólans í Grikklandi eru Bibbi og Jón, kennarar, og Helena Rut, Eva Kristín, Auður Kristín, Aldís Anna og Aldís Sveinsdóttir. Forritin Spreaker, Creaza og Webs eru skoðuð og læra nemendur á þau þannig að þeir geti kennt á þau. Við erum búin að fara til Delphi sem er sögufrægur staður hér í nágrenninu.  Þar var mikil spákona til forna sem menn komu víða að til að láta spá fyrir sér.

Í gær 1. maí var ekki frídagur hjá okkur heldur unnum við í skólanum um morguninn og fórum svo á eyðieyju þar sem við lærðum að leika grískan harmleik og fluttum hann á grísku. Það var harmleikur! En svo var legið í sólbaði í 30+ stiga hita í einhvern tíma og spilað blak, fótbolti og fleira.

Þetta gengur því bara nokkuð vel hér eins og sjá má á myndunum.

Með kveðju,
Bibbi, Jón, Helena, Eva, Auður, Aldís Anna og Aldís Sveins.