Gjafir frá foreldrafélaginu
Á dögunum kom Heimir formaður FOKS og færði skólanum fjórar spjaldtölvur til notkunar í sérkennslu.
Stjórn FOKS hefur hitt forráðamenn ýmissa fyrirtækja á Akureyri og óskað eftir styrkjum til verkefnisins. Vel var tekið undir þessa beiðni hjá mörgum fyrirtækjum og afraksturinn varð þessi. Spjaldtölvurnar munu nýtast vel í sérkennslunni því mikið úrval kennsluforrita er til. Myndin er tekin þegar Heimir afhenti Huldu í sérdeildinni spjaldtölvurnar.