Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar unnið að verkefni í dönsku og textilmennt um Flumbru, en islandsk troldemor sem er dönsk þýðing á Ástarsaga úr fjöllunum.
Nemendur hafa fræðst um Flumbru og tröllastrákana hennar sem á dönsku heita Småskøn, Storskøn, Kæmpeskøn, Troldskøn, Underskøn, Overskøn, Næppeskøn og Skæppeskøn. Þetta eru yndislegir strákar sem breyttust eins og Flumbra sjálf í stein. Nemendur bjuggu til brúður sem þeir notuðu til að tala og æfa sig í dönsku.
Við buðum 2. og 6. bekk á sýningar hjá bekkjunum sem tókust mjög vel. Nemendurnir sem léku brúðurnar sögðu hvað brúðan heitir, í hvaða lit hún er, hvort hún er með hár og þá litinn á því. Einnig sögðu börnin frá þvi ef brúðan var með t.d. gleraugu, stórt nef, sjal o.fl. Þau fræddu áhorfendur um af hverju tröllastrákarnir urðu að steinum. Eftir börnin liggja skemmtilegar teikningar úr sögunni. Ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til með þetta verkefni.
Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunum.