Nemendur 6. bekkjar HB fóru í sjóferð með Húna II í morgun.
Í ferðinni dró til tíðinda því krakkarnir sáu fjórar andanefjur þannig að tvær höfðu bæst í hópinn á pollinum. Haft var samband íð RÚV og fréttamenn sóttir í land til að skrásetja og taka myndir. Gera má ráð fyrir að fjallað verði um sjóferðina og andanefjurnar í fréttum kvöldsins. Mikil ánægja var með ferðina. Fleiri myndir koma síðar frá ferðinni.