Erasmusverkefnið
Traces of Europe sem Síðuskóli er hluti af er nú hálfnað. Við erum í
samstarfi við skóla í Rúmeníu, sem sérhæfir sig í útikennslu, á Ítalíu, sem er
framarlega í upplýsingamennt, í Noregi, sem er mikið með sýnileika verkefna,
fjórði skólinn er í Póllandi þar sem við lærum „lært í gegnum leik“ Game
based learning, og svo erum við með Byrjendalæsið.
Verkefnið gengur
nokkuð vel og nú stendur yfir innleiðing GBL eftir heimsókn okkar til
Póllands. Vonandi verða nemendur varir við það þegar á nóvember líður að
kennarar nýti það sem Pólland lagði til í verkefniið.
Traces of Erope
verkefnið heldur áfram þar til vorið 2019 en þá lýkur verkefninu sem vonandi
skilur eftir sig einhverjar hugmyndir handa kennurum sem leiða til nýrra
kennsluhátta eða öðruvísi nálgunar á kennsluefnið.
Traces of Europe merkið er utan á skólanum við innganginn í íþróttahúsið.