Afmælishátíð Síðuskóla

Völundarhús
Völundarhús
Afmælishátíð Síðuskóla þann 11. september heppnaðist afar vel. Um morguninn glímdu nemendur við ýmis óhefðbundin verkefni s.s. dans, parkour, spilaborgir, föndur og þrautir svo dæmi séu nefnd. Úti á nýja grillinu voru grillaðar pylsur sem vafðar voru inn í deig. Gleðin skein úr hverju andliti og veðrið lék heldur betur við okkur. Um helmingur stöðvanna var utan dyra og þá skiptir miklu máli að veðurguðirnir séu okkur hliðhollir. Seinni part dags tóku kennarar á móti nemendum en þá fóru þeir elstu í ratleik en aðrir spiluðu og sungu.  Hátíðardagskrá hófst svo á sal þar sem skólastjóri flutti erindi og tók á móti gjöfum. Margir tóku þátt í skrúðgöngu um hverfið og að henni lokinni fengu gestir að gæða sér á glæsilegum afmælistertum sem matráður og aðstoðarmenn höfðu unnið hörðum höndum við að útbúa.  Enn lék veðrið við okkur og margir kusu að dvelja utan dyra þar sem hægt var að hlusta á lifandi tónlist, grilla sykurpúða og leika í hoppukastala, kríta og blása sápukúlur. Starfsfólk skólans þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og má þar sérstaklega nefna foreldrafélag skólans og þeim gestum sem glöddu okkur með nærveru sinni. Það var mikið á hátíðinni og má finna myndir hér og enn er verið að bæta fleiri myndum við.
Afmælishátíð Síðuskóla þann 11. september heppnaðist afar vel. Um morguninn glímdu nemendur við ýmis óhefðbundin verkefni s.s. dans, parkour, spilaborgir, föndur og þrautir svo dæmi séu nefnd. Úti á nýja grillinu voru grillaðar pylsur sem vafðar voru inn í deig. Gleðin skein úr hverju andliti og veðrið lék heldur betur við okkur. Um helmingur stöðvanna var utan dyra og þá skiptir miklu máli að veðurguðirnir séu okkur hliðhollir. Seinni part dags tóku kennarar á móti nemendum en þá fóru þeir elstu í ratleik en aðrir spiluðu og sungu. 


Hátíðardagskrá hófst svo á sal þar sem skólastjóri flutti erindi og tók á móti gjöfum. Margir tóku þátt í skrúðgöngu um hverfið og að henni lokinni fengu gestir að gæða sér á glæsilegum afmælistertum sem matráður og aðstoðarmenn höfðu unnið hörðum höndum við að útbúa. 


Enn lék veðrið við okkur og margir kusu að dvelja utan dyra þar sem hægt var að hlusta á lifandi tónlist, grilla sykurpúða og leika í hoppukastala, kríta og blása sápukúlur. Starfsfólk skólans þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og má þar sérstaklega nefna foreldrafélag skólans og þeim gestum sem glöddu okkur með nærveru sinni.


Það var mikið á hátíðinni og má finna myndir hér og enn er verið að bæta fleiri myndum við.