Rýmingaræfing í Síðuskóla

Slökkvilið Akureyrar
Slökkvilið Akureyrar
Í dag var haldin brunaæfing í skólanum. Kerfið fór af stað upp úr klukkan 9 og allir fóru út og gengu í röðum suður fyrir hús þar sem bekkjum var raðað upp eftir aldri. Kennarar voru með spjald á lofti sem er rautt öðru megin og grænt hinu megin en það gefur til kynna hvort allir í hópnum hafi skilað sér út.  Æfingin gekk vel og starfsfólk og nemendur með allt á hreinu. Tveir nemendur urðu eftir inni í skólanum, sem var fyrirfram ákveðið og reykkafarar frá slökkviliði fóru inn og sóttu þá.
Í dag var haldin brunaæfing í skólanum. Kerfið fór af stað upp úr klukkan 9 og allir fóru út og gengu í röðum suður fyrir hús þar sem bekkjum var raðað upp eftir aldri. Kennarar voru með spjald á lofti sem er rautt öðru megin og grænt hinu megin en það gefur til kynna hvort allir í hópnum hafi skilað sér út. 


Æfingin gekk vel og starfsfólk og nemendur með allt á hreinu. Tveir nemendur urðu eftir inni í skólanum, sem var fyrirfram ákveðið og reykkafarar frá slökkviliði fóru inn og sóttu þá.