Alþjóðadagur læsis

Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Nemendur í 5. bekk afhentu fræðsustjóra, Soffíu Vagnsdóttur þetta fína póstkort sem þeir höfðu skrifað til einhverrar persónu um mikilvægi lesturs. Soffía safnaði saman kortunum og er ætlunin að pósleggja þau til viðtakenda. Allir nemendur fengu á dögunum svona kort til að minna á mikilvægi læsis og hvernig það opnar okkur í raun dyr að öllum heiminum. Myndir úr 5. bekk       
Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Nemendur í 5. bekk afhentu fræðsustjóra, Soffíu Vagnsdóttur þetta fína póstkort sem þeir höfðu skrifað til einhverrar persónu um mikilvægi lesturs. Soffía safnaði saman kortunum og er ætlunin að pósleggja þau til viðtakenda. Allir nemendur fengu á dögunum svona kort til að minna á mikilvægi læsis og hvernig það opnar okkur í raun dyr að öllum heiminum. Myndir úr 5. bekk

      

Allir nemendur fyrsta bekkjar fengu í tilefni dagsins bókargjöf. Þetta er bókin Nesti og nýir skór sem gefin er út í á alþjóðadegi læsis, 8. september. Það eru barnamenningarsamtökin IBBY á Íslandi sem standa fyrir útgáfunni, m.a. með stuðningi Lions hreyfingarinnar. Bókin inniheldur úrval úr íslenskum barnamenningararfi, texta sem allir ættu að kannast við, en hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegir síðustu ár. Í bókinni má finna þjóðsögur, ævintýri, kafla úr barnabókum, vísur, kvæði og þulur sem foreldrar eru hvattir til að lesa fyrir börnin og njóta með þeim. Myndir frá 1. bekk