Maríuhæna

Mynd: Sigurður Arnarson
Mynd: Sigurður Arnarson
Í janúar barst þessi fallega maríuhæna til skólans. Árvökull nemandi kom með hana en hún hafði borist til landsins með dönskum nordmannsþin sem er eitt algengasta jólatré landsins. Ekki varð maríuhænan langlíf í haldi og fór kennari með hana til Akureyraseturs Náttúrufræðistofnunar. Þar var staðfest að þessi tegund maríuhænu heitir sjödeppla og er ein algengasta tegundin í Mið-Evrópu. Á fræðimáli kallast hún Coccinella septempunctata. Hún hefur áður borist til landsins með varningi en ekki er vitað til þess að hún hafi numið hér land. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund finnst á Akureyri. Nánar má fræðast um tegundina á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. http://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/coleoptera/coccinellidae/sjodepla-coccinella

Í janúar barst þessi fallega maríuhæna til skólans. Árvökull nemandi kom með hana en hún hafði borist til landsins með dönskum nordmannsþin sem er eitt algengasta jólatré landsins. Ekki varð maríuhænan langlíf í haldi og fór kennari með hana til Akureyraseturs Náttúrufræðistofnunar. Þar var staðfest að þessi tegund maríuhænu heitir sjödeppla og er ein algengasta tegundin í Mið-Evrópu. Á fræðimáli kallast hún Coccinella septempunctata.


Hún hefur áður borist til landsins með varningi en ekki er vitað til þess að hún hafi numið hér land. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund finnst á Akureyri. 
Nánar má fræðast um tegundina á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. 
http://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/coleoptera/coccinellidae/sjodepla-coccinella