UNICEF hlaupið í Síðuskóla

UNICEF hlaupið var haldið í Síðuskóla í morgun. Það er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur fá fræðslu um líf barna í löndum sem UNICEF starfar í og safna áheitum í sínu nánasta umhverfi. Heitið er á frammistöðu þátttakenda í sérstöku "apahlaupi" sem fram fer á góðgerðardaginn. Það þýðir að styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja vegalengd sem börnin eiga að reyna að hlaupa/ganga eins oft og þau geta og vilja innan ákveðins tímaramma. Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt og stóðu nemendur sig mjög vel, en myndir frá hlaupinu má sjá hér. Hér má svo sjá fleiri myndir af eldra stigi.
UNICEF hlaupið var haldið í Síðuskóla í morgun. Það er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur fá fræðslu um líf barna í löndum sem UNICEF starfar í og safna áheitum í sínu nánasta umhverfi. Heitið er á frammistöðu þátttakenda í sérstöku "apahlaupi" sem fram fer á góðgerðardaginn. Það þýðir að styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja vegalengd sem börnin eiga að reyna að hlaupa/ganga eins oft og þau geta og vilja innan ákveðins tímaramma. Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt og stóðu nemendur sig mjög vel, en myndir frá hlaupinu má sjá hér. Hér má svo sjá fleiri myndir af eldra stigi.