Eygló og Soffía Karen í 8. bekk
Grenndargralið er ratleikur þar sem takmark þátttakenda er
að finna bikar, hið svokallaða Grenndargral, sem búið er að koma fyrir á vissum stað á Akureyri. Leitin að Gralinu tekur 10 vikur og hún fer
þannig fram að nemendur, ýmist einir eða tveir saman, fá eina þraut til lausnar í viku hverri sem tengist sögu eða menningu Akureyrar og/eða
Eyjafjarðar.
Leitin að Karamellukrukkunni er hluti af Leitinni að
Grenndargralinu. Það voru þær Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir úr Síðuskóla sem
fundu krukkuna í þetta sinn. Þær voru ekki nema 15 mínútur að því sem er nýtt met. Krakkarnir fengu vísbendingu sem var
nokkurs konar fjársjóðskorts og vísaði að lokum að lítilli trjáhríslu ofan við Nonnastein.
Þetta var glæsilegur árangur hjá
Eygló, Soffíu og aðstoðarfólki þeirra. Nú vonum við að nemendur Síðuskóla verði jafn kappsamir þegar
kapphlaupið um sjálft Grenndargralið fer fram. Nánari upplýsingar um Grenndargralið má finna á vefslóðinni www.grenndargral.is
Grenndargralið er ratleikur þar sem takmark þátttakenda er
að finna bikar, hið svokallaða Grenndargral, sem búið er að koma fyrir á vissum stað á Akureyri. Leitin að Gralinu tekur 10 vikur og hún fer
þannig fram að nemendur, ýmist einir eða tveir saman, fá eina þraut til lausnar í viku hverri sem tengist sögu eða menningu Akureyrar og/eða
Eyjafjarðar.
Leitin að Karamellukrukkunni er hluti af Leitinni að
Grenndargralinu. Það voru þær Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir úr Síðuskóla sem
fundu krukkuna í þetta sinn. Þær voru ekki nema 15 mínútur að því sem er nýtt met. Krakkarnir fengu vísbendingu sem var
nokkurs konar fjársjóðskorts og vísaði að lokum að lítilli trjáhríslu ofan við Nonnastein.
Þetta var glæsilegur árangur hjá
Eygló, Soffíu og aðstoðarfólki þeirra. Nú vonum við að nemendur Síðuskóla verði jafn kappsamir þegar
kapphlaupið um sjálft Grenndargralið fer fram. Nánari upplýsingar um Grenndargralið má finna á vefslóðinni www.grenndargral.is