11. febrúar er 112 dagurinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og þá neyðarþjónustuaðila sem tengjast því. Sérstöku 112 blaði verður dreift með fréttablaðinu þennan dag og er upplagt að nota tækifærið til að minna á númerið og ræða hvað á að gera þegar eitthvað kemur fyrir. Mikilvægt er að kenna börnum að kalla í einhvern fullorðinn og hringja í 112 ef enginn er nálægur. Þegar hringt er í 112 þarf að vera viðbúinn að svara spurningum og ekki vera fyrri til að slíta sambandinu því neyðarverðir ákveða hvenær nægar upplýsingar hafa borist .
Einnig er gott að fara yfir brunavarnir heimila, t.d fara yfir útgönguleiðir. Á vef slökkviliðsins undir liðnum forvarnir www.shs.is má sjá hvernig æfa má flóttaáætlanir fyrir fjölskylduna.