Eldvarnarvika í 3. bekk

Það er árlegur viðburður að slökkviliðsmenn fari í heimsókn í 3. bekk og fræði nemendur um eldvarnir. Fimmtudaginn 26. nóvember komu tveir þeirra hingað í Síðuskóla. Þeir ræddu um nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki og mikilvægi flóttaleiðar. Einnig fóru þeir yfir hvernig bregðast ætti við ef eldur kemur upp í heimahúsi. Í lokin fengu börnin að skoða slökkvibíl og sjúkrabíl. Nemendur fylltu svo út getraun og fengu ennisljós og bókamerki frá slökkviliðinu. Heimsóknin var fræðandi og skemmtileg í alla staði. Myndir
Það er árlegur viðburður að slökkviliðsmenn fari í heimsókn í 3. bekk og fræði nemendur um eldvarnir. Fimmtudaginn 26. nóvember komu tveir þeirra hingað í Síðuskóla. Þeir ræddu um nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki og mikilvægi flóttaleiðar. Einnig fóru þeir yfir hvernig bregðast ætti við ef eldur kemur upp í heimahúsi. Í lokin fengu börnin að skoða slökkvibíl og sjúkrabíl. Nemendur fylltu svo út getraun og fengu ennisljós og bókamerki frá slökkviliðinu. Heimsóknin var fræðandi og skemmtileg í alla staði.

Myndir