Dönskuval

Dagana 9. -15. apríl dvelja 29 nemendur úr Gilja-, Glerár og Síðuskóla í Aarhus í Danmörku. Þetta eru nemendur sem hafa verið í dönskuvali í vetur. Með í för eru þrír dönskukennarar, þær Kristín List Malmberg  úr Síðuskóla, Sigríður Hreinsdóttir úr Glerárskóla og Steinunn Kristín Bjarnadóttir úr Giljaskóla.  Verkefnið er fjármagnað af Nordplus-Junior.

Dagana 9. -15. apríl dvelja 29 nemendur úr Gilja-, Glerár og Síðuskóla í Aarhus í Danmörku. Þetta eru nemendur sem hafa verið í dönskuvali í vetur. Með í för eru þrír dönskukennarar, þær Kristín List Malmberg  úr Síðuskóla, Sigríður Hreinsdóttir úr Glerárskóla og Steinunn Kristín Bjarnadóttir úr Giljaskóla.  Verkefnið er fjármagnað af Nordplus-Junior.


Valgreinin hófst með heimsókn nemenda úr Børnenes Friskole í Aarhus til Akureyrar síðastliðið haust þar sem gestirnir bjuggu á heimilum íslensku ungmennanna.  Krakkarnir gerðu ýmislegt saman í Íslandsheimsókninni, t.d. voru sameiginleg verkefni unnin á dönsku, farið í sund, Mývatnssveit heimsótt og marg fleira. Á milli heimsókna hafa nemendur unnið margvísleg krefjandi verkefni til að efla færni þeirra í að tala dönsku. Má nefna verkefni þar sem nemendur kynntu sér Aarhus og einnig hafa þeir í farteskinu heimildamynd sem þeir hafa unnið á dönsku um íslenska unglingmenningu sem sýnd verður í heimsókninni.

Í Danmerkurferðinni munu íslensku nemendurnir búa á heimilum dönsku nemendanna auk þess sem þeir munu gista í skólanum.  Nemendur munu vinna sameiginleg skólaverkefni sem tengjast danskri menningu. Auk þess munu þeir heimsækja Aros listasafnið,  Den gamle by, sem er safn gamalla húsa, fara í  skógarferð og margt fleira. Jafnframt verður farið í dagsferð til vinabæjar Akureyrar, Randers.

Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir ferðinni og hafa lagt sig fram og sinnt náminu mjög vel í vetur.