Dönsku val - danskir nemendur í heimsókn

Í vetur er boðið upp á dönskuval í skólanum. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra skóla, Gilja-, Glerár- og Síðuskóla á Akureyri og Börnenes Friskole í Aarhus í Danmörku. Nemendur í þessu vali eru 30 og danski bekkurinn telur 19 nemendur. Sótt var um styrk til Nordplus Junior sem mun fjármagna þetta verkefni að mestu.  Dönsku nemendurnir koma í heimsókn til Akureyrar í vikunni 6. - 12. september. Unnin verða verkefni á dönsku sem tengjast Danmörku og Íslandi. Að auki verður farið í ýmsar ferðir s.s. heimsókn í Mývatnssveit, útsýnisferð um Akureyri og að lokum munu dönsku nemendurnir fara í Skagafjörð. Dönsku nemendurnir munu gista á gistiheimili, á heimilum íslensku nemendanna og síðustu nóttina mun svo allur hópurinn gista saman í Glerárskóla.  Í apríl mun íslenski hópurinn svo fara til Aarhus þar sem áfram verða unnin sameiginleg verkefni auk ýmissar afþreyingar.  Líklegt er að starfsfólk og nemendur skólans verði varir við erlenda gesti á göngum skólans í næstu viku og vonum við að vel verði tekið á móti þeim. 

Í vetur er boðið upp á dönskuval í skólanum. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra skóla, Gilja-, Glerár- og Síðuskóla á Akureyri og Börnenes Friskole í Aarhus í Danmörku. Nemendur í þessu vali eru 30 og danski bekkurinn telur 19 nemendur. Sótt var um styrk til Nordplus Junior sem mun fjármagna þetta verkefni að mestu. 

Dönsku nemendurnir koma í heimsókn til Akureyrar í vikunni 6. - 12. september. Unnin verða verkefni á dönsku sem tengjast Danmörku og Íslandi. Að auki verður farið í ýmsar ferðir s.s. heimsókn í Mývatnssveit, útsýnisferð um Akureyri og að lokum munu dönsku nemendurnir fara í Skagafjörð. Dönsku nemendurnir munu gista á gistiheimili, á heimilum íslensku nemendanna og síðustu nóttina mun svo allur hópurinn gista saman í Glerárskóla. 

Í apríl mun íslenski hópurinn svo fara til Aarhus þar sem áfram verða unnin sameiginleg verkefni auk ýmissar afþreyingar. 

Líklegt er að starfsfólk og nemendur skólans verði varir við erlenda gesti á göngum skólans í næstu viku og vonum við að vel verði tekið á móti þeim.